¡Dios mío!

¡Dios mío, me cuesta mucho concentrarme! Aquí estoy sentado en un sillón en 2024 y de repente me acordé de este blog. ¡Todavía no hablo con fluidez después de todos estos años! Pero ahora, de repente, comencé a hacer ejercicio nuevamente y lo estoy haciendo mejor que nunca. Utilizo principalmente tres cosas para aprender: Lingq, Italki y Youtube. En menor medida, uso la radio española online, Netflix y Disney+, y un lector electrónico Kindle. También quiero practicar con Lingbe si me atrevo. ¡A ver si finalmente puedo hacerlo ahora, en 2024! ¡Más tarde!


Buenas noches

Esta noche estoy leyendo textos en castellano, con buenos resultados. Entiendo que la mayoría de las palabras ahora y espero que me sentiré más cómodo cuando estudio español de ahora en adelante. Espero que mi examen oral va a estar bien.

¡Mierda!

¡Necesito un cerebro más eficiente de aprender español más rápido!

Un examen mañana.

Aprender español en la noche.

Ómar Ragnarsson hitti naglann á höfuðið...

...Með þessum orðum hér sem hann lét falla á heimasíðu sinni nú fyrir skemmstu:

Tilvitnun; „...Hvað varðar aðstoð við innflytjendur og útlendinga við að ná völdum á íslenskunni getum við, hvert og eitt átt þátt í því með því að tala skýrt og einfalt mál við það og nota ekki enskuna nema til að þýða það sem við segjum fyrst á íslensku.

Um leið og við förum að tala enskuna eina erum við að gera þessu ágæta fólki óleik.”

Ég á nefninlega nokkra erlenda vini sem hafa verið í vandræðum með einmitt þetta í samskiptum við íslenska vini sína. Enskan er að þvælast fyrir í íslenskunáminu því að fólk er svo latt að það nennir ekki að nota enskuna sem hjálpartæki fyrir vini sína þegar eitthvað skilst ekki, heldur skiptir það alveg yfir á enskuna og þar með stöðvast námsframvindan alveg.


Un Nuevo comienzo

Ný byrjun

 Ég ætla að byrja af krafti á nýju ári að læra spænskuna og gera það af mun meiri metnaði og ástríðu en síðast. Síðasta önn mistókst herfilega og ég féll, en gerði það reyndar viljandi þegar ég sa að ég yrði að fórna einhverri grein til að ná hinum greinunum því að ég viðurkenni að ég skráði mig einfaldlega í fleiri greinar en ég réði við. En nú verður breyting á. Nýju ári fylgja ný tækifæri og með nýrri önn get ég byrjað með hreint blað og ákveðið strax að heltast ekki úr lestinni í neinu fagi. Ég þrái að útskrifast og þá sérstaklega með góðar einkunnir í tungumálunum og raungreinunum, mínum veikustu hlekkjum. Reyndar hef ég staðið mig vel í t.d. enskunni og dönskunni þegar ég hef komist á skrið þó mjög illa hafi gengið í upphafi. Ég á erfitt með að byrja á nýjum hlutum, þannig er það bara. En núna vil ég meina að ég sé búinn með þann kafla í spænskunni og kominn tími til að spíta almenninlega í lofana, fá ástríðuna fyrir þessu :)

[Þessi síða hér] er með frábærar 25 ráðleggingar um það hvernig fara skal að til að ná árangri, ég mæli með lestri og að kíkja á síðuna.

Tilvitnun úr síðunni sem ég þýddi yfir á íslensku:

„1. Þegar þú byrjar fyrst, reyndu að hlusta einfaldlega á markmálið eins mikið og mögulegt er án þess að reyna að tala það. Þetta hjálpar þér að fá eyra fyrir tungumálinu.

2. Þróaðu djúpa löngun til að læra málið. Án hennar kemstu ekki langt.

3. Nýttu þann tíma fyrir tungumálanámið sem venjulega fer til spillis. Að standa í biðröð, bíða eftir lyftu o.s.frv. eru allt tækifæri sem hægt er að nýta.

4. Hugsaðu með hliðsjón af orðtökum en ekki stökum orðum. Það er auðveldara að muna orðtak eins og „morgunmatur með brauði og smjöri” heldur en að muna sömu orðin í stöku.

5. Notaðu ímyndurnaraflið. Sjónrænar myndir geta hjálpað þér að læra orð.

6 Búðu til sögur með eins miklu af nýja orðaforðanum þínum og þú getur. Öll orð sem þú getur ekki hugsað þér á markmálinu skaltu hafa á móðurmálinu og fletta þeim upp seinna.

7. Hlustaðu á vefútvarpssendingar og hljóðklippur eins mikið og þú getur.

8. Einnig, horfðu á myndskeið. (http://youtube.com/)

9. Hagnýttu þér BBC fyrir fréttaútsendingar og kennslustundir á markmálinu þínu.

10. Hagnýttu þér flettispjöld eða litlar stílabækur til að rifja upp orðaforða og orðtök.

11. Upphugsaðu fyndin eða kjánaleg minnisstæð orðtök til að hjálpa þér að muna ný orð og hugtök.

12. Notaðu tvímála orðabók oft, ekki bara til að fletta upp tilteknum orðum, heldur flettu í gegnum hana.

13. Teiknaðu dálka á blað, orð á móðurmálinu hægra megin og markmálið vinstra megin. Þetta hjálpar auganu að grandskoða auðveldlega frá öðrum dálkinum til hins og hjálpar heilanum að drekka í sig orðið.

14. Skrifaði einfalda barnabók á markmálinu. Gerðu hana kjánalega og notaðu auðveld hugtök eins og að barn væri í raun að fara að lesa bókina.

15. Lærðu fortíðina á undan nútíðinni og geymdu framtíðina þar til síðast.

16. Æfðu framandi hljóð á markmálinu í sturtunni eða í bílnum. Dæmi: Enska „th” hljóðið. Segðu það aftur og aftur.

17. Notaðu tölvuforrit og ókeypis veforðabækur. (http://www.thefreedictionary.com/, http://dictionary.cambridge.org/, http://www.merriam-webster.com/).

18. Þegar þú lest, gerðu það vísvitandi hægar á markmálinu en þú ert vanur/vön. Seinna, með auknum framförum, þá mun hraðinn aukast upp að venjulegum hraða.

19. Lestu tvímála bækur eða bækur á markmálinu sem þú kannt nú þegar á móðurmálinu.

20. Lestu myndasögur og sjáðu teiknimyndir á markmálinu.

21. Ekki hræðast að gera mistök.

22. Lestu málfræðibækurnar þínar.

23. Hugsaðu á markmálinu.

24. Vertu með límmiða á hversdagshlutunum þar til þú hefur lært nöfnin á þeim.

25. Taktu öðru hverju hlé eða hvíldu þig í einn eða tvo daga til að leyfa huganum að koma lagi á nýja orðaforðann þinn.”

 


 


¿Qué tal va a Groenlandia?

Creo que es divertido. Pero también quiero ir a las Islas Feroe, pero he estado allí. Pero si me voy a Groenlandia, voy a elegir Kulusuk, Nuuk o pueblo en el sur de Groenlandia Nanortalik porque mi amiga es de esta ciudad.

Idea

¿Debo hacer un cómic en español y publicarlo aquí? ¡Es una buena idea, pero tengo que hacerlo, no sólo de pensarlo!

Invierno

Hoy hacía mucho calor en Islandia. Es muy inusual para esta época. No hay nieve todavía. ¿Tal vez la nieve en Navidad? Las luces de nieve hasta el medio ambiente en el invierno, por lo que me gusta. ¡Más tarde, un buen fin de semana! :)

¿Cómo estás?

Dos días y no por escrito. No es bueno. Yo voy a leer, escribir y hablar más español, al día siguiente porque se trata de un examen oral en pocos días.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband